Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   mið 19. júní 2024 21:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hafna tilboði Freysa í Loga
Mynd: Strömsgodset

Strömsgodset hefur hafnað fyrsta tilboði Kortrijk í Loga Tómasson.


Norski félagaskiptasérfræðingurinn Stian Wahl greinir frá en hann segir að tilboðið hafi hljóðað upp á 8-9 milljónir norskra króna.

Freyr Alexanderson þjálfar belgíska liðið Kortrijk en honum tókst að bjarga liðinu frá falli með glæsibrag á síðustu leiktíð.

Wahl segir að Kortrijk sé að íhuga frekari tilboð í íslenska vinstri bakvörðinn.

Kortrijk hefur einnig mikinn áhuga á Kolbeini Finnsyni, leikmanni danska liðsins Lyngby, sem spilar sömu stöðu. Freyr þekkir vel til Kolbeins en þeir unnu saman hjá Lyngby.


Athugasemdir
banner
banner