Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 19. júlí 2018 21:45
Ingólfur Páll Ingólfsson
Inkasso-kvenna: Fjölnir og Keflavík með heimasigra
Fjölniskonur með öflugan sigur í dag.
Fjölniskonur með öflugan sigur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fjölnir 2 - 1 Þróttur R.
1-0 Sara Montoro ('9 )
2-0 Harpa Lind Guðnadóttir ('31 )
2-1 Gabriela Maria Mencotti ('78 , víti)

Keflavík 2 - 0 ÍR
1-0 Marín Rún Guðmundsdóttir ('65)
2-0 Aníta Lind Daníelsdóttir ('85)

Tveir leikir fóru fram í Inkasso deild kvenna í kvöld. Fjölnir spilaði gegn Þrótti R. og komst yfir strax á 9. mínútu með marki frá Söru Montoro. Fjölnir hélt áfram að sækja og uppskar sitt annað mark á 31 mínútu.

Fjölnir átti fyrri hálfleikinn en Þróttur þann síðari. Þróttarar gáfust ekki upp og minnkuðu munninn á 78. mínútu með marki af vítapunktinum. Þær sóttu stíft í kjölfarið en tókst ekki að ná inn jöfnunarmarkinu

Topplið Keflavíkur mætti ÍR í kvöld á Keflavíkurvelli. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en á 65. mínút komst Keflavík loks yfir með marki frá Marín Rún. Aníta Lind kláraði svo dæmið fyrir Keflavík á 85. mínútu. Keflavík er eftir leikinn í toppsætinu með fjögurra stiga forskot á Fylki sem á þó leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner