Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mán 19. ágúst 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
PSG tapaði fyrir bikarmeisturunum
Franska stórliðið Paris Saint-Germain tapaði fyrsta deildarleiknum á tímabilinu í gær en liðið tapaði þá fyrir bikarmeisturum Rennes, 2-1.

PSG vann fyrsta leikinn á tímabilinu síðustu helgi en náði ekki að fylgja sigrinum eftir þrátt fyrir góða byrjun en Edinson Cavani skoraði á 36. mínútu.

Mbaye Niang jafnaði undir lok fyrri hálfleiks svo áður en Romain del Castillo gerði sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks.

Brasilíska stórstjarnan Neymar var ekki með PSG í dag en hann hefur misst af báðum deildarleikjum liðsins á tímabilinu þar sem hann reynir að komast til Spánar.
Athugasemdir
banner
banner