PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
banner
   sun 19. september 2021 17:22
Aksentije Milisic
England: Chelsea hrökk í gang í síðari hálfleik
Silva fagnar í dag.
Silva fagnar í dag.
Mynd: EPA
Kante hleður í skot.
Kante hleður í skot.
Mynd: EPA
Tottenham 0 - 2 Chelsea
0-1 Thiago Silva ('49 )
0-2 NGolo Kante ('57 )
0-3 Antonio Rudiger ('90)

Þriðji leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var grannaslagur í London en þar áttust við Tottenham og Chelsea á Tottenham Hotspur leikvangnum.

Hart var barist í fyrri hálfleiknum og gáfu leikmenn ekki tommu eftir. Það var ekki mikið um opin færi og því var staðan markalaus þegar Paul Tierney, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks.

Chelsea liðið mætti hins vegar í ógnar stuði í síðari hálfleikinn og tók leikinn algjörlega yfir. Á 49. mínútu kom fyrsta mark leiksins. Þá tók Marcos Alonso hornspyrnu sem endaði á kollinum á Thiago Silva sem stangaði hann í netið. Óverjandi fyrir Hugo Lloris og Silva fór illa með Dele Alli í loftinu.

Chelsea hélt áfram og stuttu síðar komst Alonso í dauðafæri en Eric Dier náði að bjarga á marklínunni. Á 57. mínútu tvöfaldaði N’golo Kante forystu Chelsea. Hann átti þá skot af löngu færi sem fór af leikmanni Tottenham og í stöngina og inn. Heppnisstimpill yfir markinu en það telur jafn mikið.

Silva hélt áfram að ógna eftir föst leikatriði og hann átti annan hörkuskalla en núna sá Lloris við honum. Á 92. mínútu fullkomnaði Antonio Rudiger leik Chelsea. Hann skoraði þá með góðu skoti eftir undirbúning frá Timo Werner.

Flottur sigur hjá Chelsea en liðið er nú komið með þrettán stig í öðru sæti deildarinnar. Manchester United og Liverpool eru einnig með þrettán stig.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
7 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner