Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 19. september 2022 16:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Alveg á hreinu að ég mun þjálfa meistaraflokk HK á næsta ári"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ómar Ingi Guðmundsson mun þjálfa lið HK á næsta tímabili. Það er þó óljóst hvort hann verði einn aðalþjálfari eða hluti af teymi með öðrum.

Hann var til viðtals hér á Fótbolti.net eftir lokaleik tímabilsins á laugardag. HK endaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar í sumar og leikur í Bestu deildinni á komandi tímabili.

„Já (ég hef áhuga á því að þjálfa HK í Bestu deildinni). Samtalið er bara þannig núna að við erum aðeins að klára gera upp þetta tímabil og undirbúa okkur fyrir næsta tímabil á sama tímabil."

„Eins og ég hef sagt í fyrri viðtölum þá er alveg á hreinu að ég mun þjálfa meistaraflokk HK á næsta ári en ég verð líka að segja það sama og alltaf að það eigi aðeins eftir að klára teikna upp í hvaða formi það verður nákvæmlega á endanum."


Ómar var fljótur til svars þegar fréttaritari spurði hvort hann myndi taka því ef HK myndi bjóða honum starfið sem aðalþjálfari liðsins.

„Já," sagði Ómar sem var valinn þjálfari ársins í Lengjudeildinni. Hann tók við liðinu þegar Brynjar Björn Gunnarsson, þá þjálfari HK, var ráðinn til Örgryte í Svíþjóð. Ómar var áður aðstoðarmaður Brynjas.
Ómar Ingi: Vorum allir á því að hér skyldum við labba út með þrjú stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner