Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. október 2019 17:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dele Alli: Mikill léttir að markið fékk að standa
Tottenham gerði í dag jafntefli við Watford í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham hefur gengið brösulega á tímabilinu og horfðu stuðningsmenn liðsins í leikinn gegn Watford í dag sem leik sem gæti snúið gengi liðsins við.

Tottenham var alls ekki sannfærandi til að byrja með og Watford komst yfir með marki frá Abdoulaye Doucure.

Tottenham stýrði leikum í kjölfarið en tókst ekki að jafna fyrr en á 86. mínútu. Dele Alli vann baráttuna við Ben Foster um lausan bolta og kom boltanum yfir línuna í kjölfarið.

VAR skoðaði atvikið og úrskurðaði markið löglegt. Á skjánum stóð hinsvegar að marki stæði ekki og menn furðuðu sig á því þegar dómari leiksins, Chris Kavanagh, dæmdi markið gott og gilt.

„Auðvitað er mér létt. Dómarinn hugsaði sig vel um en enginn vissi í rauninni af hverju. Ég var viss um að boltinn hefði ekki farið í höndina á mér en svo kemur upp efi þegar dómarinn skoðar þetta," sagði Alli eftir leik.

„Við gerðum okkur erfitt fyrir. Þeir komas yfir en svo stýrum við leiknum. Það var gott að fá að byrja en frammistaðan hjá liðinu svekkjandi," sagði Alli að lokum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner