Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 19. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jonny Ngandu farinn frá Keflavík (Staðfest)
Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur staðfest að Jonathan Ngandu er farinn frá Keflavík eftir að hafa verið hjá félaginu á láni í haust.

Ngandu snýr aftur til Coventry City en þessi 18 ára miðjumaður fékk aðeins að spreyta sig fimm sinnum á Íslandsdvölinni.

Keflavík hefur gert góða hluti í ár og er á toppi Lengjudeildarinnar með leik til góða.

„Við viljum þakka Jonhy kærlega fyrir hans framlag og hlökkum við mikil til áframhaldandi samstarfs við Coventry FC," segir í yfirlýsingu frá Keflavík.
Athugasemdir
banner