Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
banner
   fim 20. janúar 2022 11:49
Elvar Geir Magnússon
Hópsmit hjá Venezia og leikurinn gegn Inter í hættu
Líklegt er að fresta þurfi leik Venezia og Inter í ítölsku A-deildinni sem á að fara fram á laugardaginn. Fjórtán aðilar hjá Venezia hafa greinst með Covid og eru komnir í einangrun.

Samkvæmt reglum á Ítalíu geta félög beðið um frestun á leik ef 35% af leikmannahópnum greinist með veiruna.

Reglugerðin byggir á 25 manna leikmannaópi svo níu smit hjá leikmönnum gætu dugað til að leiknum yrði frestað.

Venezia hefur ekki gefið nákvæmlega út hvort eða hvernig smitin skiptast milli leikmanna og starfsmanna. La Gazzetta dello Sport segir að átta leikmenn séu með Covid svo eitt tilfelli í viðbót myndi stuðla að frestun.

Arnór Sigurðsson er hjá Venezia og hefur komið við sögu í sex leikjum á tímabilinu. Hann hefur verið ónotaður varamaður í tvemur síðustu leikjum.

Salernitana er einnig í veiruvandræðum fyrir leik gegn Napoli.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 19 14 1 4 42 17 +25 43
2 Milan 19 11 7 1 30 15 +15 40
3 Juventus 20 11 6 3 32 16 +16 39
4 Napoli 19 12 3 4 30 17 +13 39
5 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
6 Como 19 9 7 3 27 13 +14 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
9 Bologna 19 7 6 6 26 20 +6 27
10 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
14 Parma 19 5 6 8 14 22 -8 21
15 Genoa 20 4 7 9 22 29 -7 19
16 Cagliari 20 4 7 9 21 30 -9 19
17 Lecce 19 4 5 10 13 27 -14 17
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
20 Verona 19 2 7 10 15 31 -16 13
Athugasemdir
banner
banner