Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 20. janúar 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England um helgina - Chelsea á Anfield og risaslagur á Emirates
Arsenal getur slökkt í draumum Manchester United
Arsenal getur slökkt í draumum Manchester United
Mynd: EPA
Níu leikir eru 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en tveir risaleikir eru á dagskrá. Chelsea heimsækir Liverpool á Anfield á meðan Arsenal tekur á móti Manchester United á Emirates.

Liverpool og Chelsea mætast klukkan 12:30 á morgun. Gengi Liverpool á þessari leiktíð hefur þótt afar slakt. Liðið situr í 9. sæti deildarinnar og nítján stigum á eftir toppliði Arsenal. Markmið Liverpool er nú að ná Meistaradeildarsæti en tíu stig eru í það sæti.

Chelsea hefur ekki verið að ná neitt sérstaklega hagstæðum úrslitum undir stjórn Graham Potter og því tvö lið sem eru að spila undir getu að mætast á Anfield.

Það er þá mikið undir er West Ham og Everton mætast á London-leikvanginum. David Moyes og Frank Lampard sitja báðir í heitu sæti og gæti annar þeirra fokið eftir helgina.

Newcastle heimsækir Crystal Palace í lokaleik dagsins. Palace náði í stig gegn Manchester United á dögunum en getur liðið stöðvað Newcastle?

Á sunnudaginn hefst dagurinn á leik Manchester City og Wolves á Etihad áður en Leeds mætir Brentford.

Stærsti leikur helgarinnar er svo klukkan 16:30 er Arsenal tekur á móti Manchester United. Arsenal er með átta stiga forystu á Man City og Man Utd, en ef Arsenal vinnur Man Utd þá eru draumar stuðningsmanna United um að vera í titilbaráttu úti.

Leikir dagsins:

Laugardagur:
12:30 Liverpool - Chelsea
15:00 West Ham - Everton
15:00 Southampton - Aston Villa
15:00 Leicester - Brighton
15:00 Bournemouth - Nott. Forest
17:30 Crystal Palace - Newcastle

Sunnudagur:
14:00 Man City - Wolves
14:00 Leeds - Brentford
16:30 Arsenal - Man Utd
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner