Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu
   mán 20. janúar 2025 09:55
Elvar Geir Magnússon
Tjáir sig um færið hans Orra: Verður að nýta þetta
Imanol Alguacil, þjálfari Real Sociedad, segir að þreyta hafi verið í sínum leikmannahópi í 1-0 tapinu gegn Valencia í La Liga gær og að þeir leikmenn sem hafi fengið tækifærið hafi ekki nýtt það.

Real Sociedad er í sjöunda sæti en Valencia situr í fallsæti og tapið í gær því talsvert högg fyrir Sociedad menn. Hugo Duro skoraði eina mark leiksins fyrir Valencia á 26. mínútu.

„Þetta var jafn leikur og mikil barátta. Við fengum færi til að skora bæði fyrir og eftir markið þeirra. Við verðum að nýta færi eins og það sem Óskarssson fékk, það er alveg ljóst," sagði Alguacil.

Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson fékk dauðafæri strax á tíundu mínútu leiksins en hitti boltann afleitlega og skaut framhjá. Hér er hægt að sjá færið - Orri hefur skorað tvö mörk á tímabilinu en bæði komu þau gegn Valencia í lok september.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 18 13 2 3 37 17 +20 41
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 18 10 3 5 22 19 +3 33
6 Betis 19 7 8 4 31 25 +6 29
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
10 Vallecano 19 5 7 7 16 22 -6 22
11 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
12 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
13 Girona 19 5 6 8 18 34 -16 21
14 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
15 Osasuna 19 5 4 10 18 22 -4 19
16 Alaves 19 5 4 10 16 24 -8 19
17 Mallorca 19 4 6 9 21 28 -7 18
18 Valencia 19 3 8 8 18 31 -13 17
19 Levante 17 3 4 10 20 29 -9 13
20 Oviedo 19 2 7 10 9 28 -19 13
Athugasemdir
banner