Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 20. febrúar 2024 12:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Huddlestone skoraði sigurmark Man Utd í nágrannaslag
Tom Huddlestone.
Tom Huddlestone.
Mynd: Getty Images
U21 lið Manchester United vann 2-1 sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í deildarleik í gær.

Það hefur vakið athygli að það var hinn 37 ára gamli Tom Huddlestone sem skoraði markið sem skildi liðin að lokum að.

Huddlestone spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 2003 en enginn af leikmönnum City í leiknum í gær var fæddur á þeim tíma sem hann spilaði sinn fyrsta leik.

Miðjumaðurinn gekk til liðs við Man Utd sumarið 2022 en hann hafði þá spilað fyrir félög á borð við Derby County, Tottenham Hotspur og Wolves. Hann spilaði einnig fjóra A-landsleiki fyrir England.

Þegar hann gekk til liðs við Man Utd þá var hann samhliða ráðinn í þjálfarateymi U21 liðsins. Huddlestone var fenginn inn með mikil gæði á æfingasvæðið og hjálpar hann til við að þróa leikmenn félagsins.

Hvert U21 lið á Englandi má spila fimm útileikmönnum sem eru 21 árs eða eldri í hverjum leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner