Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   lau 20. apríl 2024 16:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Jóhann Berg innsiglaði sigurinn með sinni fyrstu snertingu - Brentford fór illa með Luton

Jóhann Berg Guðmundsson innsiglaði sigur Burnley með laglegu marki gegn Sheffield United í dag.


Burnley var með 2-0 forystu í hálfleik þar sem liðið skoraði með tveggja mínútna millibili en varnarleikur Sheffield United var í molum.

Sheffield kom sterkt til leiks í síðari hálfleikinn og Gustavo Hamer tókst að minnka muninn. Adam var þó ekki lengi í paradís því Lyle Foster skoraði þriðja mark Burnley.

Þetta var fimmta mark hans á tímabilinu en hann hefur átt í erfiðleikum með meiðsli og tók sér einnig pásu vegna andlegrar veikinda á tímabilinu.

Jóhann Berg var á bekknum en kom inn á þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Það tók hann aðeins nokkrar sekúndur að setja boltann í netið og gulltryggja Burnley sigurinn.

Luton er áfram í fallsæti eftir slæmt tap gegn Brentford.

Brentford var án Ivan Toney en það kom ekki að sök þar sem Bryan Mbeumo lagði upp tvö mörk og Yoane Wissa skoraði tvö.

Luton 1 - 5 Brentford
0-1 Yoane Wissa ('24 )
0-2 Yoane Wissa ('45 )
0-3 Ethan Pinnock ('62 )
0-4 Keane Lewis-Potter ('64 )
0-5 Kevin Schade ('86 )
1-5 Luke Berry ('90 )

Sheffield Utd 1 - 4 Burnley
0-1 Jacob Bruun Larsen ('38 )
0-2 Lorenz Assignon ('40 )
1-2 Gustavo Hamer ('52 )
1-3 Lyle Foster ('58 )
1-4 Johann Gudmundsson ('71 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
9 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
12 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
13 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
14 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner