Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
   mán 20. maí 2024 23:41
Brynjar Ingi Erluson
Fékk símtal frá Bayern
Mynd: Getty Images
Stjórn Bayern München er í beinu sambandi við Vincent Kompany, stjóra Burnley, en þetta segir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano á X.

Christian Falk og Romano greindu frá því í dag að Kompany væri kominn á lista Bayern.

Samkvæmt Romano hringdi stjórn Bayern í Kompany til að ræða þann möguleika á að fá hann til að taka við af Thomas Tuchel.

Stjórinn er opinn fyrir því að halda viðræðum áfram en þær eru þó enn á frumstigi.

Þetta er nokkuð óvæntur kostur í stöðunni en hann er þó ekki sá eini. Thomas Frank og Roberto De Zerbi eru einnig til skoðunar.

Kompany verður áfram í sambandi við Bayern næstu daga og munum við auðvitað fylgjast náið með framvindu mála.
Athugasemdir
banner
banner
banner