Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   mán 20. maí 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Stórkostlegir leikmenn en Foden hefur eitthvað meira
Mynd: Phil Foden
Pep Guardiola var kampakátur eftir sigur Manchester City gegn West Ham United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Man City bætti enn eitt metið með titlinum þar sem þetta var fjórði Englandsmeistaratitillinn sem liðið hampar í röð. Það er afrek sem hefur aldrei áður tekist í sögu efstu deildar í enskum fótbolta.

„Við áttum okkur á því að þetta mun aldrei verða auðvelt, við erum búnir að vinna flesta af þessum titlum naumlega. Fyrst var það Liverpool sem barðist við okkur og núna síðustu tvö árin hefur það verið Arsenal. Ég er ótrúlega stoltur af þessum árangri, ég hefði aldrei trúað því þegar ég tók við að við gætum unnið deildina sex sinnum á sjö árum. Það er ótrúlegt, sérstaklega eftir þessa mögnuðu þrennu í fyrra," sagði Guardiola eftir 3-1 sigur gegn West Ham.

„Við erum að vinna ótrúlega erfiða deild þar sem stórstjörnur eru að spila fyrir öll helstu liðin í kringum okkur. Ég hef verið heppinn í mínu starfi hérna að félagið hefur stutt mig í öllu því sem ég hef óskað eftir. Við erum félag sem byggir á mikilli vinnu þar sem allir innan félagsins leggja sitt af mörkum til að við getum náð árangri.

„Yfirmaður íþróttamála vinnur þrotlaust starf. Hann gefur mér frábæra leikmenn og ég þarf svo að laga leikstíl liðsins að þeim. Auðvitað get ég ekki notað Haaland sem falska níu, en svo þegar hann var meiddur þá fyllti Julian Alvarez í skarðið og stóð sig frábærlega."


City er með stjörnum prýddan leikmannahóp en sóknarleikmaðurinn knái Phil Foden hefur skarað framúr. Hann var valinn besti leikmaður enska úrvalsdeildartímabilsins og skoraði svo tvennu til að innsigla sigur City gegn West Ham í lokaumferðinni.

„Svo verð ég að hrósa Phil, hann hefur verið að standa sig ótrúlega vel og í dag var hann aðal stjarnan á stóra sviðinu. Við erum með marga stórkostlega leikmenn í hópnum en Phil hefur eitthvað meira."

Framtíð Guardiola hefur verið í umræðunni þar sem hann á aðeins eitt ár eftir af samningi við félagið.

„Ég er búinn að ræða við félagið og ég veit að ég vil vera áfram hérna á næstu leiktíð. Eftir það verðum við að sjá hvað gerist. Ég mun setjast niður með stjórninni og hefja viðræður.

„Ég býst samt ekki við því að vera hérna í átta eða níu ár í viðbót."



Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 10 7 12 37 40 -3 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner
banner