Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 20. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
PSG vill fá Diaby heim - Newcastle einnig í baráttunni
Moussa Diaby gæti farið aftur til PSG
Moussa Diaby gæti farið aftur til PSG
Mynd: Getty Images
Franska félagið Paris Saint-Germain vill fá Moussa Diaby aftur til félagsins frá Bayer Leverkusen.

Árið 2019 lét PSG frá sér tvo afar efnilega Frakka en það voru þeir Christopher Nkunku og Diaby.

Nkunku hefur auðvitað stolið öllum fyrirsögnunum í Þýskalandi eftir stórgott tímabil með Leipzig en þá hefur Diaby verið einn besti maður Leverkusen síðustu ár.

PSG vill nú endurheimta Diaby en til að það verði að veruleika þarf félagið að greiða 50 milljónir punda.

Newcastle United er einnig sagt hafa mikinn áhuga á að fá Diaby í þessum glugga.

Diaby, sem er 22 ára gamall, skoraði 17 mörk og lagði upp 14 mörk í öllum keppnum með Leverkusen á síðustu leiktíð.

Hann hefur spilað átta leiki fyrir franska landsliðið síðan hann yfirgaf PSG og vonast til að halda sæti sínu fyrir HM í Katar sem fer fram síðar á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner