Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 20. júlí 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 13. umferðar - Þórðarsynir í liðinu
Magnús Þórðarson í Fram er í sterkasta liðinu, líkt og bróðir hans Halldór Jón Sigurður sem skoraði þrennu fyrir ÍBV.
Magnús Þórðarson í Fram er í sterkasta liðinu, líkt og bróðir hans Halldór Jón Sigurður sem skoraði þrennu fyrir ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson í leiknum gegn FH.
Logi Tómasson í leiknum gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ingvar Jónsson er í marki úrvalsliðsins.
Ingvar Jónsson er í marki úrvalsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
ÍBV vann sinn fyrsta leik í sumar þegar liðið lagði Val 3-2 í dramatískum leik í 13. umferð Bestu deildarinnar. Hermann Hreiðarsson, þjálfari Eyjamanna, er þjálfari umferðarinnar.

Halldór Jón Sigurður Þórðarson skoraði þrennu gegn Val, þar á meðal sigurmark í lokin. Halldór byrjaði út á kanti í leiknum en færðist svo í fremstu stöðu. Eiður Aron Sigurbjörnsson er í vörn úrvalsliðsins.



KR og Fram gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik umferðarinnar. Magnús Þórðarson skoraði mark Fram og var valinn maður leiksins en hann er bróðir Halldórs, leikmanns ÍBV.

Stjarnan á tvo leikmenn í liði umferðarinnar eftir 3-0 útisigur gegn ÍA. Emil Atlason skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Þá skoraði Ólafur Karl Finsen stórbrotið mark. Besta mark tímabilsins.

Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks var maður leiksins í sigri Blika gegn Keflavík. Skoraði tvívegis.

KA á þrjá fulltrúa í liðinu eftir að Akureyrarliðið fór í Breiðholtið og slátraði Leikni 5-0. Daníel Hafsteinsson var magnaður á miðju KA og valinn maður leiksins, Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði tvívegis en hann hefur átt stórgott sumar og þá átti Hrannar Björn Steingrímsson frábæran leik.

Að lokum eru það Víkingarnir sem unnu 3-0 útisigur gegn FH. Ingvar Jónsson átti flottan leik í marki Víkinga og Logi Tómasson, sem skoraði fyrsta mark leiksins, er í annað sinn í röð í liði umferðarinnar.

Sjá einnig:
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner