Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 20. september 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Tveir sem voru kallaðir inn í franska hópinn meiddust líka
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands.
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meiðslalisti franska landsliðsins lengist enn frekar en Lucas Digne, bakvörður Aston Villa, glímir við meiðsli á hægri ökkla og getur ekki tekið þátt í komandi leikjum gegn Austurríki og Danmörku.

Digne hafði verið kallaður inn í hópinn vegna meiðsla Theo Hernandez, varnarmanns AC Milan.

Eftir meiðsli Digne hefur landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps kallað Adrien Truffert, tvítugan bakvörð Rennes, inn í hópinn í hans stað.

Markvörðurinn Hugo Lloris, fyrirliði franska landsliðsins, hafði áður þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Óvíst er hvort hann verði klár í Lundúnaslag Tottenham gegn Arsenal sem fram fer eftir landsleikjagluggann.

Á laugardag var Jordan Veretout hjá Marseille kallaður inn í franska hópinn vegna meiðsla Boubacar Kamara, daginn eftir að Kamara hafði komið í hópinn í stað Adrien Rabiot. Þá eru Paul Pogba, Karim Benzema og N'Golo Kante meðal franskra landsliðsmanna sem eru á meiðslalistanum.

Frakkland er í neðsta sæti í sínum riðli í Þjóðadeildinni og hætta á að liðið falli úr A-deildinni. Liðið mætir Austurríki á fimmtudag og ferðast svo til Kaupmannahafnar þremur dögum síðar og leikur gegn Dönum.
Athugasemdir
banner
banner