Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 20. september 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
Robbie Keane gegn Óskari Hrafni
Robbie Keane.
Robbie Keane.
Mynd: Getty Images
Robbie Keane í leik með Tottenham.
Robbie Keane í leik með Tottenham.
Mynd: Getty Images
Annað kvöld, fimmtudagskvöld, leikur Breiðablik sinn fyrsta leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, þegar liðið heimsækir Maccabi Tel Aviv til Ísrael. Á sama tíma mætast Zorya Luhansk og Gent í hinum leik riðilsins.

Breiðablik er fyrsta íslenska félagsliðið sem kemst alla leið í aðalkeppni í Evrópukeppnum karla.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks vonast til þess að sitt lið sýni aðra hlið á sér en það hefur sýnt í Bestu deildinni að undanförnu.

Stjóri Maccabi Tel Aviv er kunnur kappi, Robbie Keane sem raðaði inn mörkum fyrir Tottenham og írska landsliðið á sínum tíma. Hann kom víða við á sínum ferli og lék meðal annars fyrir Inter, Leeds og Liverpool. Hann lauk leikmannaferli sínum hjá LA Galaxy og ATK í Indlandi.

Keane gerði tveggja ára samning við Maccabi í sumar eftir að hafa starfað sem aðstoðarstjóri undanfarin ár, hjá Middlesbrough og írska landsliðinu og þá var hann í þjálfarateymi Sam Allardyce hjá Leeds á lokakafla síðasta tímabils.

Keane fékk nokkra gagnrýni fyrir að taka að sér stjórastarfið hjá Maccabi í Ísrael og svaraði fyrir það á fréttamannafundi.

„Ég vil ekki skipta mér af pólitík. Ég mun ekki tjá mig um þetta aftur en ég kem hingað sem einstaklingur sem elska fótbolta. Ég mun klárlega bara einbeita mér að fótboltanum, en takk fyrir spurningarnar," sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner