Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. október 2019 16:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgía: Kolbeinn kom inn á í fyrsta leik hjá nýjum þjálfara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson kom inn á sem varamaður á 74. mínútu þegar Lommel tapaði á heimavelli gegn Leuven í belgísku B-deildinni.

Stefán Gíslason var í síðustu viku rekinn frá Lommel og stýrði Peter Maes liðinu í dag. Peter Maes, sem tekur við af Stefáni, er fyrrum leikmaður Lommel. Maes er reyndur þjálfari en hann tók við Lokeren af Rúnari Kristinssyni þegar hann var rekinn árið 2017.

Maes byrjaði með Kolbein á bekknum, en setti hann inn þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma. Þá var staðan enn markalaus, en Leuven komst fljótlega yfir og endaði leikurinn 2-0 fyrir gestina í Leuven.

Lommel hefur aðeins unnið einn af fyrstu 11 leikjum sínum og er á botni deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner