Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. október 2021 19:37
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle skoðar að fá Overmars sem yfirmann knattspyrnumála
Marc Overmars gæti tekið við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcastle
Marc Overmars gæti tekið við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcastle
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United er að skoða þann möguleika á að fá Marc Overmars sem yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu. Hollenski blaðamaðurinn Mike Verweij greinir frá.

Overmars átti magnaðan feril sem knattspyrnumaður þar sem hann spilaði lengst af með Ajax, Barcelona og Arsenal.

Eftir ferilinn eignaðist hann hlut í uppeldisfélagi sínu, Go Ahead Eagles, og var tæknilegur ráðgjafi þess áður en hann hætti störfum árið 2011.

Árið 2012 tók hann við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax og hefur sinnt því starfi síðan við góðan orðstír.

Samkvæmt Mike Verweij hjá Telegraaf þá hefur Newcastle United mikinn áhuga á því að ráða Overmars í stöðu yfirmanns knattspyrnumála.

Krónprisinn í Sádi Arabíu, Mohamed Bin Salman, eignaðist Newcastle á dögunum fyrir 300 milljónir punda og er stefnan sett hátt. Steve Bruce var látinn fara frá félaginu í dag og má búast við því að Paulo Fonseca verði nýr knattspyrnustjóri félagsins á næstu vikum.
Athugasemdir
banner