Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   sun 20. desember 2020 10:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Af hverju eru Man Utd og Leeds erkifjendur?
Það er mikill rígur á milli þessara félaga.
Það er mikill rígur á milli þessara félaga.
Mynd: Getty Images
Jermaine Beckford skorar sigurmark á Old Trafford í FA-bikarnum 2010.
Jermaine Beckford skorar sigurmark á Old Trafford í FA-bikarnum 2010.
Mynd: Getty Images
Manchester United og Leeds mætast í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það verður í fyrsta sinn í 16 ár sem þessir erkifjendur mætast í ensku úrvalsdeildinni.

Leeds eru nýliðar í úrvalsdeildinni eftir að hafa verið lengi í Championship-deildinni, og einnig í C-deild. Marcelo Bielsa kom Leeds upp og hann mætir með sína drengi á Old Trafford klukkan 16:00 í dag.

Þetta verður fróðlegur leikur þar sem Leeds hefur spilað mikinn sóknarbolta á tímabilinu og þeir ættu að geta búið til einhver vandræði fyrir Man Utd.

Eins og áður segir eru Man Utd og Leeds miklir erkifjendur. Það er ekki löng vegalengdin á milli borganna en það eru fleiri ástæður að baki. Talksport tók saman ástæðurnar fyrir því

Þessi rígur á milli félaganna á rætur sínar að rekja til Rósastríðanna sem háð voru á Englandi með hléum frá 1455 til 1485. Þar tókust á tvær greinar ensku konungsættarinnar, York og Lancaster. Leeds er auðvitað í Yorkshire og Manchester er í Lancashire. Fram kemur í grein Talksport að iðnbyltingin hafi líka spilið inn í ríginn þar sem borgirnar tvær börðust um það að vera með glæsilegasta arkitektúrinn.

Eftir seinni heimstyrjöldina var Manchester United sterkasta liðið á Englandi undir stjórn Sir Matt Busby á meðan Leeds var með það orðspor á sér að harðjaxlalið undir stjórn Don Revie. Liðin mættust í undanúrslitum FA-bikarsins 1965 þar sem Jack Charlton og Dennis Law slógust. í Yorkshire Post var skrifað: „Bæði lið voru eins og hundar að berjast um bein." Leikurinn endaði markalaus, en Leeds vann leikinn þegar hann var endurtekinn. En það var Man Utd sem hló síðast þar sem þeir unnu enska meistaratitilinn það tímabilið.

Rígurinn hefur náð langt út fyrir Old Trafford og Elland Road. Á áttunda áratugi 20. aldar, þegar fótboltabullur í Bretlandi voru upp á sitt mesta, þá brutust oft út slagsmál á milli bullna á vegum Leeds og Manchester United. Þetta voru tveir frægustu bulluhópar Bretlands og bardagarnir voru rosalega ofbeldisfullir. Sem betur fer hafa þessi átök fjarað út á síðustu árum.

Þrátt fyrir frægar baráttur á milli Roy Keane og Alf-Inge Haaland, Ian Harte og Fabien Barthez, Robbie Keane og David Beckham - þá hafa leikir þessara félaga orðið sjaldgæfari að undanförnu. Leeds féll úr efstu deild 1982 og mætti ekki Man Utd aftur fyrr en 1990. Það hefur verið svipað upp á teningnum eftir það. Félögin hafa ekki verið í sömu deild síðan 2004 og hafa aðeins mæst tvisvar á síðustu 16 árum.

Leeds sló Man Utd eftirminnilega Man Utd úr FA-bikarnum 2010 þegar Jermaine Beckford skoraði sigurmarkið. Leeds, sem á stóran stuðningsmannahóp hér á landi, var þá í C-deild en er núna komið aftur upp í efstu deild núna. Í dag er stór dagur fyrir Leedsara þegar þeir mæta sínum helstu erkifjendum og það verður fróðlegt að sjá hvort þeir leikið eftir afrek sitt frá 2010 þegar þeir unnu 1-0 á Old Trafford. Það er klárlega möguleiki og undir stjórn Bielsa eru alla vega miklar líkur á því að þeir skori.


Athugasemdir
banner
banner
banner