Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir hefur fengið félagaskipti til skoska stórliðsins Rangers. Fótbolti.net sagði fyrst frá því á dögunum að Telma væri að ganga í raðir félagsins.
Telma skrifar undir tveggja og hálfs árs samning við Rangers.
Telma skrifar undir tveggja og hálfs árs samning við Rangers.
„Við óskum henni góðs gengis og vonumst til að sjá hana aftur í Blika búningnum einn daginn. Takk fyrir allt Telma," segir í tilkynningu Blika.
Telma, sem er fædd árið 1999, er uppalin hjá Fjarðabyggð en hún fór í Breiðablik 2016. Hún spilaði í kjölfarið með Grindavík, Haukum, Augnabliki og FH á láni áður en hún hóf að spila með meistaraflokki Blika.
Hún átti líklega sitt besta sumar á ferlinum á síðasta ári er Breiðablik varð Íslandsmeistari. Var hún meðal annars frábær í hreinum úrslitaleik gegn Val í lokaumferðinni.
Telma hefur verið hluti af A-landsliðinu í nokkur ár og á að baki tólf A-landsleiki.
Rangers er annað af tveimur stærstu félögum Skotlands en liðið er sem stendur í öðru sæti skosku deildarinnar.
She's Here... ???????????? pic.twitter.com/vfC5kp3IcU
— Rangers Women (@RangersWFC) January 21, 2025
Athugasemdir