Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er að ganga í raðir skoska stórliðsins Rangers samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Verið er að ganga frá skiptunum en Telma á eftir að fá atvinnuleyfi á Bretlandseyjum.
Verið er að ganga frá skiptunum en Telma á eftir að fá atvinnuleyfi á Bretlandseyjum.
Telma, sem er fædd árið 1999, er uppalin hjá Fjarðabyggð en hún fór í Breiðablik 2016. Hún spilaði í kjölfarið með Grindavík, Haukum, Augnabliki og FH á láni áður en hún hóf að spila með meistaraflokki Blika.
Hún átti líklega sitt besta sumar á ferlinum á síðasta ári er Breiðablik varð Íslandsmeistari. Var hún meðal annars frábær í hreinum úrslitaleik gegn Val í lokaumferðinni.
Telma hefur verið hluti af A-landsliðinu í nokkur ár og á að baki tólf A-landsleiki.
Rangers er annað af tveimur stærstu félögum Skotlands en liðið er sem stendur í öðru sæti skosku deildarinnar.
Athugasemdir