Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 21. mars 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sló í gegn á HM og tekur nú við af harðstjóranum
Kvenaboltinn
Herve Renard verður næsti þjálfari franska kvennalandsliðins. The Athletic greinir frá þessu.

Hann tekur við starfinu af harðstjóranum Corinne Diacre sem var rekin úr starfi á dögunum. Diacre var látin fara eftir að margir lykilmenn liðsins, þar á meðal fyrirliðinn Wendie Renard, sögðust ekki ætla að spila fyrir landsliðið undir hennar stjórn.

Það var ekki annað hægt í ljósi stöðunnar en að reka Diacre en mikil óánægja var með hana innan leikmannahópsins.

Núna er Renard að taka við en hann sló í gegn á HM í Katar í desember síðastliðnum þar sem hann stýrði landsliði Sádí-Arabíu. Hann stýrði liðinu til sigurs í fyrsta leik gegn Argentínu, sem varð svo heimsmeistari.

Hann hefur aldrei þjálfað í kvennaboltanum áður en er með mikla reynslu úr landsliðsumhverfi. Þetta er metnaðarfull ráðning og eru leikmenn sagðir spenntir fyrir því að vinna með Renard.

Næsta verkefni Frakklands er HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar.

Sjá einnig:
Fyrrum ræstitæknir lagði Argentínu - „Hann lúkkar eins og kvikmyndaleikari“
Corinne Diacre, harðstjórinn sem bjó til eitrað andrúmsloft
Athugasemdir
banner