
Herve Renard verður næsti þjálfari franska kvennalandsliðins. The Athletic greinir frá þessu.
Hann tekur við starfinu af harðstjóranum Corinne Diacre sem var rekin úr starfi á dögunum. Diacre var látin fara eftir að margir lykilmenn liðsins, þar á meðal fyrirliðinn Wendie Renard, sögðust ekki ætla að spila fyrir landsliðið undir hennar stjórn.
Hann tekur við starfinu af harðstjóranum Corinne Diacre sem var rekin úr starfi á dögunum. Diacre var látin fara eftir að margir lykilmenn liðsins, þar á meðal fyrirliðinn Wendie Renard, sögðust ekki ætla að spila fyrir landsliðið undir hennar stjórn.
Það var ekki annað hægt í ljósi stöðunnar en að reka Diacre en mikil óánægja var með hana innan leikmannahópsins.
Núna er Renard að taka við en hann sló í gegn á HM í Katar í desember síðastliðnum þar sem hann stýrði landsliði Sádí-Arabíu. Hann stýrði liðinu til sigurs í fyrsta leik gegn Argentínu, sem varð svo heimsmeistari.
Hann hefur aldrei þjálfað í kvennaboltanum áður en er með mikla reynslu úr landsliðsumhverfi. Þetta er metnaðarfull ráðning og eru leikmenn sagðir spenntir fyrir því að vinna með Renard.
Næsta verkefni Frakklands er HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar.
Sjá einnig:
Fyrrum ræstitæknir lagði Argentínu - „Hann lúkkar eins og kvikmyndaleikari“
Corinne Diacre, harðstjórinn sem bjó til eitrað andrúmsloft
Athugasemdir