Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   þri 21. maí 2024 22:49
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola stjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er stjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni en þetta er í fimmta sinn sem hann hlýtur þessi verðlaun.

Manchester City varð Englandsmeistari í fjórða sinn í röð um helgina en það varð fyrsta félagið til að ná þeim áfanga.

Enska úrvalsdeildin tilkynnti stjóra ársins á samfélagsmiðlum í kvöld en Guardiola hlaut verðlaunin annað tímabilið í röð.

Aðeins einn stjóri hefur tekist að hafa betur gegn Guardiola síðustu ár en Jürgen Klopp vann verðlaunin tvisvar síðustu fjögur ár.


Athugasemdir
banner