Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   fim 21. september 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Souness: Pogba er latur hálfviti
Graeme Souness
Graeme Souness
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Graeme Souness hefur aldrei farið leynt með skoðun sín á franska miðjumanninum Paul Pogba, en hann kallaði hann „latan hálfvíta“ í hlaðvarpsþætti á dögunum.

Souness sparaði aldrei stóru orðin þegar hann gagnrýndi Pogba í leikjum hans með Manchester United.

Það var oft eins og hann hefði horn í síðu Pogba og með tímanum varð þetta að hálfgerðum faraldsbrandara.

Spekingurinn mætti í hlaðvarpsþáttinn Second Captains til að ræða gagnrýni hans á Pogba og bakkaði hann ekkert með skoðun sína á honum.

„Hann er ótrúlega hæfileikaríkur ungur maður. Hann ætti a ð vera einn af bestu miðjumönnum heims, en hann er latur,“ sagði Souness í hlaðvarpsþættinum Second Captains.

Souness kom einnig inn á vítaspyrnutækni Pogba, sem hann á erfitt með að skilja.

„Ef þú mannst eftir því hvernig hann tók vítaspyrnur. Það var bara hann að vilja vera stjarnan í sýningunni á þeim tímapunkti.“

„Ef hann er latur í leikjum þá verður hann latur á æfingum, hvernig getur þú farið á eftir restinni af leikmönnunum ef þú ferð ekki á eftir honum.“


En var gagnrýnin ósanngjörn?

„Ekki í nanósekúndu. Hann er latur hálfvíti,“ sagði Souness.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner