Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 21. október 2018 13:06
Arnar Helgi Magnússon
Jón Daði bauð liðsfélögum að smakka sviðasultu - „Ekki séns"
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Jón Daði Böðvarsson leikmaður Reading mætti með sviðasultu á æfingasvæði Reading í morgun við mismikla hrifningu manna á svæðinu.

Jón Daði var búin að skera sviðasultuna í litla bita og bauð leikmönnum og öðrum viðstöddum að smakka.

Einhverjir leikmenn smökkuðu sviðasultuna og virtist bragðið koma á óvart.

Aðrir hinsvegar vildu ekki koma nálægt þessu og harðneituðu að smakka þegar Jón Daði bauð þeim.

„Þú hefðir ekki átt að segja mér hvað er í þessu!"

„Ekki séns að ég sé að fara að smakka þetta!"

„Þetta er hræðilegt, algjörlega hræðilegt," var meðal þess sem að menn höfðu um málið að segja.

Þessa skemmtilegu uppákomu má sjá á Instagram-reikning Jóns Daða: jondadib
Athugasemdir
banner
banner
banner