Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. október 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
„Við erum þegar farnir að tékka á leikmönnum"
Ágúst Gylfason
Ágúst Gylfason
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, nýr þjálfari Stjörnunnar, er byrjaður að skoða markaðinn en hann ætlar að styrkja hópinn með fjórum eða fimm leikmönnum. Þá er hann einnig að leita að mönnum í aðstoðar- og styrktarþjálfarastöður.

Ágúst samdi við Stjörnuna á dögunum og gerði hann tveggja ára samning.

Hann var í viðræðum við félagið í átta eða níu daga eins og hann greindi frá í viðtalinu en hann er þegar farinn að skoða markaðinn og gæti bætt við sig nokkrum öflugum leikmönnum fyrir næsta tímabil.

Það verður þó byrjað á því að semja við þá leikmenn sem eru að renna út á samningi.

„Nei, við erum að reyna að halda okkar mönnum sem eru ekki á samning og verðum með okkar menn. Góð blanda af leikmönnum, bæði reyndum og menn sem hafa orðið Íslandsmeistarar og ungir strákar gerðu vel og eru Íslandsmeistarar í 2. flokki, þannig ég tek við góðu búi," sagði Ágúst við Fótbolta.net.

„Þetta verður spennandi og gaman að púsla þessu saman. Eins og ég sagði í einhverju viðtali þá mun ég reyna að styrkja um fjóra eða fimm leikmenn. Sú vinna er hafin og við erum þegar farnir að tékka á leikmönnum og hafa sambönd við félög og annað."

Ekkert ákveðið með aðstoðarþjálfarastöðuna

Ágúst á enn eftir að ákveða hver tekur við sem aðstoðarþjálfari en hann segist hafa rætt við nokkra góða menn. Þá er einnig góður möguleiki á því að styrktarþjálfari komi inn í teymið.

„Við erum með gott teymi í kringum liðið. Við erum Rajko í markmannsþjálfarastöðunni, góða sjúkraþjálfara, ég er kominn og erum með rekstrarstjóra í Þorvaldi Örlygssyni og við erum með frábæra yngri flokka þjálfara í Ejub, Veigari og fleiri góðum mönnum þannig það vantar í rauninni aðstoðarþjálfara og erum að skoða með styrktarþjálfara."

„Það kemur allt til greina og erum að skoða markaðinn. Eins og ég fékk á fyrsta fundi með Stjörnunni er að þeir ætla að gera þetta vel og vera þolinmóðir í ráðningum. Þeir létu mig bíða í átta eða níu daga og það eru nokkrir þjálfarar sem ég er búinn að hitta sem eru líka að bíða. Við ætlum að vera þolinmóðir og velja réttu mennina í starfið,"
sagði hann ennfremur.
Gústi Gylfa: Ég var upp með mér að fá svo starfið
Athugasemdir
banner