Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 21. nóvember 2019 19:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Memphis kominn með fyrirliðabandið hjá Lyon
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Memphis Depay er nýr fyrirliði hjá franska úrvalsdeildarfélaginu Lyon.

Rudi Garcia, sem tók við Lyon í október, tilkynnti þetta í dag. Hann hefur að undanförnu leyft nokkrum leikmönnum að vera með fyrirliðabandið, en nú hefur hann tekið ákvörðun að útnefna Memphis sem fyrirliða.

Memphis er 25 ára gamall og hefur leikið með Lyon frá 2017. Hann hefur leikið 130 leiki fyrir félagið í öllum keppnum og staðið sig með prýði eftir vonbrigðadvöl hjá Manchester United á Englandi.

Manchester United hefur möguleika á að kaupa Memphis aftur fyrir upphæð sem félögin sömdu um þegar hann var seldur til Lyon.

Á þessu tímabili hefur Memphis skoraði 11 mörk í 14 leikjum, og núna fær hann aukna ábyrgð sem nýr fyrirliði liðsins.

Lyon hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu til þessa og er í 14. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner