Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. nóvember 2020 23:57
Brynjar Ingi Erluson
Noregur: Jafnt í Íslendingaslag
Davíð Kristján og hans menn náðu í gott stig
Davíð Kristján og hans menn náðu í gott stig
Mynd: Davíð Kristján Ólafsson
Álasund og Vålerenga gerðu 1-1 jafntefli í norsku úrvalsdeildinni í kvöld en þrír Íslendingar komu við sögu.

Davíð Kristján Ólafsson var í byrjunarliðinu hjá heimamönnum í Álasund á meðan Viðar Örn Kjartansson byrjaði hjá gestunum.

Viðar hefur verið heitur fyrir framan markið síðan hann samdi við Vålerenga en hann hefur skorað 7 mörk og lagt upp 2 í níu leikjum.

Hann fór af velli á 80. mínútu og kom Matthías Vilhjálmsson inná í hans stað.

Þetta var dýrkeypt jafntefli fyrir Vålerenga en liðið er í 3. sæti deildarinnar með 46 stig og fjórum stigum á eftir Molde sem er í 2. sæti. Álasund er á meðan í neðsta sætinu með aðeins 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner