Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 21. nóvember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
„Þeir sáu bara rauða þoku"
Trent Alexander-Arnold
Trent Alexander-Arnold
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold lagði upp tvö og var með bestu mönnum vallarins í 4-0 sigri Liverpool á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann segir að leikmenn Arsenal hafi bara séð rauða þoku í síðari hálfleiknum.

Enski bakvörðurinn er að eiga frábært tímabil með Liverpool og er nú kominn með sex stoðsendingar í deildinni.

„Lið sem er með okkar gæði ætti ekki að tapa leikjum. Miðað við hvernig deildin er að spilast þá er tap í raun slæmt tap. Við náðum að svara fyrir síðasta leik eins og vel hægt var að gera og þetta var í heildina mjög góð frammistaða," sagði Trent.

„Við vorum grimmir í fyrri hálfleik en náðum ekki að nýta okkur það nógu vel. Fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni var sennilega einhver best pressubolti sem við höfum spilað á þessari leiktíð. Við vorum ofan í þeim og þeir sáu bara rauða þoku yfir allt svæðið. Þetta var rosalegur síðari hálfleikur."

„Það er alltaf gott að geta lagt sitt af mörkum. Skora og skapa mörk er það sem minn leikur er byggður á. Ég er ánægður með það og þarf að halda áfram á sömu braut,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner