Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 14:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Með ákveðna upphæð í huga fyrir Dibling
Tyler Dibling.
Tyler Dibling.
Mynd: Getty Images
Southampton mun ekki hlusta á tilboð í Tyler Dibling nema þau hljóði upp á 55 milljónir punda að minnsta kosti.

Frá þessu segir Sky Sports í dag.

Dibling hefur verið bjartasta ljósið á ansi dökku tímabili Southampton í úrvalsdeildinni en hann er aðeins 18 ára gamall og er gríðarlega spennandi kantmaður.

Aston Villa, Chelsea, Manchester United, Tottenham og RB Leipzig eru öll að fylgjast með honum.

Það hafa komið nokkrar fyrirspurnir í þessum mánuði en Southampton ætlar að minnsta kosti að fá það sama og félagið fékk fyrir Romeo Lavia þegar hann var seldur til Chelsea á sínum tíma.
Athugasemdir
banner