Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 17:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjarnan og GAIS ná saman og Róbert Frosti fer til Svíþjóðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan og GAIS hafa samkvæmt heimildum Fótbolta.net náð samkomulagi um kaup sænska félagsins á Róberti Frosta Þorkelssyni leikmanni Stjörnunnar.

Róbert Frosti kvaddi liðsfélaga sína í Stjörnunni í gær og klárar nú sín persónulegu mál gagnvart GAIS úti í Svíþjóð.

Róbert Frosti er 19 ára miðjumaður sem hefur talsvert spilað úti á kantinum með Stjörnunni. Hann lék sinn fyrsta U21 landsleik í nóvember en átti fyrir það að 14 leiki að baki fyrir unglingalandsliðin. Hann hefur skorað þrjú mörk í 55 leikjum í efstu deild fyrir uppeldisfélagið en fyrstu leikirnir komu haustið 2022.

Síðasta sumar kom hann við sögu í öllum 27 leikjunum í Bestu deildinni og skoraði tvö mörk þegar Stjarnan endaði í 4. sæti.

GAIS er frá Gautaborg og er eitt elsta félag Svíþjóðar. Liðið hafnaði í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fyrra.

Ef allt gengur eftir fetar Róbert Frosti í fótspor Guðjóns Baldvinssonar en hann er Garðbæingur sem lék með GAIS tímabilið 2009. Annar fyrrum leikmaður Stjörnunnar, Eyjólfur Héðinsson, lék með GAIS á árunum 2007-2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner