Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   mán 22. apríl 2024 16:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Guðmunds frá næstu vikurnar
Óli í Kórnum á laugardag.
Óli í Kórnum á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Guðmundsson, leikmaður FH, fór af velli í hálfleik þegar FH mætti HK í Kórnum á laugardag. Dusan Brkovic kom inn á í stað Óla.

Óli sást í kjölfarið með vafning (sjá mynd) um vinstra hnéð. Hann verður væntanlega frá næstu 4-6 vikurnar þar sem innra liðband í hnénu er tognað. Hann segir við Fótbolta.net að hann vonist til að vera klár fyrr.

Lestu um leikinn: HK 0 -  2 FH

Hann er byrjunarliðsmaður í liði FH, hafði fyrir leikinn á laugardag spilað allar 180 mínúturnar í mótinu.

Óli er U21 landsliðsmaður, á að baki átján leiki fyrir yngri landsliðin og þar af eru tíu fyrir U21 landsliðið. Hann er 22 ára varnarmaður sem spilar sem miðvörður í liði FH en getur einnig spilað sem vinstri bakvörður.

Hann kom til FH um mitt sumarið 2020, var þá fenginn frá uppeldisfélaginu Breiðabliki.

Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner