Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 22. maí 2021 10:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Óli Kalli á svolítið langt í land" en stutt í Halldór Orra
Halldór Orri Björnsson
Halldór Orri Björnsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var til viðtals í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi. Hann var spurður út í meiðsli leikmanna í hópnum.

Þeir Halldór Orri Björnsson, Magnus Anbo Oscar Borg og Ólafur Karl Finsen léku ekki með gegn Breiðabliki í gær.

„Óli Kalli á svolítið langt í land. Magnus Anbo verður vonandi klár á mánudag. Halldór Orri er kominn á skrið, vonnandi getum við farið að nota hann," sagði Þorvaldur við Gunnlaug Jónsson.

Óli Kalli glímir við nárameiðsli og hefur ekkert spilað í upphafi móts. Magnus spilaði fyrsta leikinn en þeir Oscar og Halldór hafa líkt og Óli ekki spilað í upphafi móts.

Næsti leikur Stjörnunnar er gegn KA á mánudag. Liðið tapaði 4-0 gegn Breiðabliki í gær og viðtal Todda við Fótbolta.net má sjá hér neðst í fréttinni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Stjarnan

Toddi Örlygs: Frammistaðan ekki nógu góð og það segir sig sjálft
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner