Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. júlí 2021 10:29
Elvar Geir Magnússon
Ólympíuleikarnir: Spáni tókst ekki að skora og Mexíkó skellti Frakklandi
Pedri og félagar töpuðu.
Pedri og félagar töpuðu.
Mynd: Getty Images
Amad í leik Fílabeinsstrandarinnar og Sádi Arabíu.
Amad í leik Fílabeinsstrandarinnar og Sádi Arabíu.
Mynd: Getty Images
Ólympíuleikarnir í Tókýó verða formlega settir á morgun en fótboltakeppnin er þó komin af stað.

Í opnunarleiknum í karlaflokki gerði Spánn 0-0 jafntefli gegn Egyptalandi. Meðal leikmanna í spænska liðinu er ungstirnið Pedri sem var valinn besti ungi leikmaður EM alls staðar.

Dani Ceballos fékk besta færi Spánar en hann átti skot sem hafnaði í stönginni. Hann fór síðan af velli vegna ökklameiðsla.

Spánn er með sterkt lið í Tókýó en auk Pedri má þar finna Mikel Oyarzabal, Dani Olmo, Pau Torres og Eric Garcia sem allir voru á EM og voru í byrjunarliðinu í opnunarleiknum núna.

Spánn komst í undanúrslit EM alls staðar en tapaði þar fyrir Ítalíu.

Mexíkó skellti Frakklandi 4-1 í A-riðli Ólympíuleikanna. Mexíkóska liðið sýndi frábær tilþrif, sérstaklega í seinni hálfleiknum en staðan í leikhléi var markalaus.

Ernesto Vega, Francisco Cordova, Carlos Antuna og Eduardo Aguirre skoruðu mörk Mexíkó en mark Frakka gerði Andre-Pierre Gignac af vítapunktinum.

Chris Wood skoraði eina markið þegar Nýja-Sjáland vann 1-0 sigur gegn Suður-Kóreu. Wood er reynslumikill framherji sem spilar fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Þá vann Fílabeinsströndin 2-1 sigur gegn Sádi-Arabíu. Staðan var 1-1 í hálfleik en Franck Kessie, miðjumaður AC Milan, skoraði sigurmarkið á 66. mínútu. Amad Diallo, leikmaður Manchester United, átti stoðsendinguna.

Klukkan 11:30 verður leikur Brasilíu og Þýskalands sýndur beint á RÚV 2.


Athugasemdir
banner
banner
banner