Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. júlí 2022 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gummi Tóta var í viðræðum við Twente
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótbolti.net hefur það frá öruggum heimildum að Guðmundur Þórarinsson landsliðsmaður í fótbolta hafi verið í viðræðum við FC Twente fyrir nokkrum dögum.


Twente, sem endaði í fjórða sæti hollensku deildarinnar á síðustu leiktíð, er að leita sér að vinstri bakverði og voru viðræðurnar við Guðmund langt á veg komnar. Bakvörðurinn fjölhæfi, sem getur einnig leikið á miðjunni eða úti á kanti, flaug til Hollands en að lokum náðist ekki samkomulag við félagið.

Guðmundur er samningslaus eftir að hafa leikið fyrir Norrköping, New York City og Álaborg síðustu misseri. Hann er nýorðinn þrítugur og hefur spilað fyrir nokkur af stærstu félögum Skandinavíu á ferlinum.

Gummi hefur aldrei leikið hjá evrópsku félagi sem er utan Skandinavíu og verður áhugavert að fylgjast með næsta skrefi á ferlinum. Hann hefur unnið norsku deildina og bikarinn með Rosenborg, MLS deildina með New York og næstefstu deild á Íslandi með Selfoss.

Hjá Twente hefði Gummi meðal annars fengið að spila með Ricky van Wolfsvinkel og Robin Pröpper, yngri bróður Davy.


Athugasemdir
banner