Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 22. september 2020 18:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Leiknir 
Siggi Höskulds hjá Leikni til 2023
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson hefur skrifað undir nýjan samning við Leikni Reykjavík. Sigurður er aðalþjálfari liðsins og hefur verið það síðan Stefán Gíslason var ráðinn til í júní síðasta sumar, Sigurður var aðstoðarmaður Stefáns.

Siggi er með Leikni í 2. sæti Lengjudeildarinnar þessa stundina og liðið í fínum möguleika á því að vinna sér inn sæti í Pepsi Max-deildinni að ári. Leiknir hafnaði í þriðja sæti 1. deildarinnar í fyrra.

Nýr samningur við Sigga gildir út tímabilið 2023. Leiknir er fyrsta félagið sem Sigurður stýrir sem aðalþjálfari.

„Siggi Höskulds hefur náð frábærum árangri hjá félaginu og ljóst að hárrétt ákvörðun var að setja traustið á hann. Siggi er að okkar mati einn mest spennandi þjálfari landsins og mikið gleðiefni að hann geri nýjan samning. Leiknisliðið hefur spilað stórskemmtilegan fótbolta undir hans stjórn og hann vinnur ákaflega vel með ungum leikmönnum,” segir Oscar Clausen, formaður Leiknis í viðtali sem var birt á heimasíðu Leiknis.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner