De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   fös 22. september 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ödegaard núna launahæsti leikmaður Arsenal
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Norðmaðurinn Martin Ödegaard er núna launahæsti leikmaður Arsenal eftir að hafa skrifað undir nýjan samning við félagið.

Ödegaard kom fyrst til Arsenal á láni en gekk alfarið í raðir félagsins frá Real Madrid í ágúst 2021. Hann lék í 37 af 38 deildarleikjum á síðasta tímabili, þegar Arsenal endaði í öðru sæti.

Ödegaard er fyrirliði Arsenal og hann er einnig fyrirliði norska landsliðsins og hefur leikið 53 landsleiki. Hann er nú bundinn Arsenal til sumarsins 2028. Hann hefur skorað þrjú mörk í sjö leikjum fyrir Arsenal á þessu tímabili.

Samkvæmt David Ornstein hjá The Athletic er Ödegaard núna launahæsti leikmaður félagsins.

Vefmiðillinn GiveMeSport gaf í sumar út lista yfir laun hjá Arsenal og þar var Ödegaard í tólfta sæti listans. Núna tekur hann fram úr mönnum eins og Bukayo Saka, Thomas Partey, Declan Rice, Gabriel Jesus og Kai Havertz sem voru þeir launahæstu hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner