Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   mið 22. október 2014 14:00
Stefán Logi Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
115 ár just can't get enough
Stefán Logi Magnússon
Stefán Logi Magnússon
KR-ingar urðu bikarmeistarar í sumar.
KR-ingar urðu bikarmeistarar í sumar.
Mynd: Úr einkasafni
KR mætti Celtic.
KR mætti Celtic.
Mynd: Úr einkasafni
Emil Atlason með hjálpinn fyrir að vera viðbjóður ársins.
Emil Atlason með hjálpinn fyrir að vera viðbjóður ársins.
Mynd: Úr einkasafni
Undirbúnings tímabilið var ekkert styttra í ár frekar en áður. Við KR-ingar nýttum okkur þann tíma eftir bestu getu og við náðum að undirbúa okkur vel enda með frábæra umgjörð og fólk sem sér til þess að allt sé í toppmálum hjá okkur. Við fórum til Spánar í æfingaferð á stað sem heitir Campoamor þar sem Kjartan Henry var sjálfskipaður farastjóri enda með svæðið á hreinu en hann leyfði þó Grétari „sjónvarpsstjörnu“ að sjá um leiðsögnina í H&M þar sem hann fór mikinn enda stór fjölskylda sem hann þarf að klæða.

Sindri Húrra „DJ“ Reykjavík kom til móts við okkur frá DK og tók hópinn í gegn á þó nokkrum sviðum enda fagmaður þar á ferð. Sundlaugin hefur sjaldan verið jafnvinsæl og settu ungir nýjan standard þegar kemur að því að skapa ný tengsl og hvernig það er gert.

Það er einn maður „Dóri“ sem fær EKKI lánaðar golfkylfur í næstu æfingaferð þar sem honum tókst að týna sjöunni og brjóta þristinn þrem holum seinna. Innvíglsukvöldið var hefðbundið með söng og dansi og fleiri sem fengu að láta ljós sitt skína en Mummi, þar fór undirritaður með sigur af hólmi og fékk mikið lof fyrir faglega nálgun á verkefninu.

Eftir langt undirbúningstímabil og 2-0 sigur á Fram í leik meistara meistaranna hefst Pepsi deildin og fyrir okkur sem aðra var skrítið að starta þessum tveimur fyrstu leikjum sem jafnan eru stærstu heimaleikir ársins á hlutlausum heimavelli „gervigrasinu í Laugardal“. Byrjunin var ekki eins og við höfðum lagt upp með og sáum við hreinlega aldrei til SÓLAR í þessum leikjum 1-2 tap fyrir Val og svo 0-1 fyrir FH. Sem betur fer tókum við okkur tak og bættum okkar leik hægt og bítandi sem fór að skila stigum í hús.

Við drögumst á móti Celtic í Evrópukeppninni, þetta voru skemmtilegir leikir þar sem úrslitin féllu því miður ekki með okkur.Þrátt fyrir að seinni leikurinn sem átti að fara fram á Celtic Park væri færður frá Glasgow og til Edinborgar sökum Commonwealth games þá voru rúmlega 40 þúsund manns mættir á Murrayfield stadium til að styðja við bakið á Celtic þar af voru kannski 35 manns á okkar bandi þar sem það reyndist gríðalega erfitt og kostnaðarsamt fyrir okkar stuðningsmenn að fylgja okkur til Edinborgar, en það fer klárlega í reynslubankann hjá okkur öllum að hafa spilað á móti jafn stóru og sterku liði og Celtic við þessar aðstæður „just can´t get enough“.

Þjóðverjar verða svo að sjálfsögðu heimsmeistarar í júlí og mánuði seinna verðum við bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Keflavík. Þetta var gríðarlega sætur sigur á 115 ára afmæli félagsins og var honum vel fagnað. Eftir leikinn tilkynnir Mummi „messi“ að eftir tímabilið fari skórnir á hilluna, sem er mikill missir fyrir félagið og hópinn enda frábær leikmaður og mikill KR-ingur.

Viðbjóður árins er innanbúðarkeppni okkar síðustu ára og endaði að þessu sinni með því að Emil þarf að bera hjálminn þar til næsti viðbjóður tekur við! Aron Bjarki „win it in a minute“ mun sem sektarstjóri sjá til þess að Emil skili farandsbikarnum að ári liðnu.
Óskum Stjörnumönnum til hamingju með Íslandsmeistara titilinn eins KR stelpunum með að hafa tryggt sér aftur sæti meðal þeirra bestu.

Eftir í heildina litið fínt tímabil þar sem við erum bikarmeistarar og endum í 3.sæti þá vil ég fyrir hönd þjálfara og leikmanna nota tækifærið til að þakka Haffa liðstjóra, Ella vallar/liðstjóra, Magga liðstjóra, sjúkrarþjálfurnum Stebba og Dóra, styrktarþjálfara Mark, stjórninni og öllum sjálfboðaliðum fyrir frábærlega vel unnin störf í þágu félagsins án ykkar væri þetta ekki hægt!

Stefán Logi Magnússon
Áfram KR !!

Sjá einnig:
Lækur gleðitára rennur um Fossvogsdal - Víkingur R.
Evrópski draumurinn - Valur
Heilsteypti Árbærinn- Fylkir
Jafnteflasumarið - Breiðablik
Ísöld - Keflavík
Brekkan - Fjölnir
Vonbrigði - ÍBV
Fall er fararheill - Fram
Skítarákir upp eftir allri dollunni - Þór
Athugasemdir
banner
banner
banner