Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 14. október 2014 14:00
Einar Orri Einarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Ísöld
Einar Orri Einarsson
Einar Orri Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Var afskaplega lítið búnað hugsa um nýafstaðið tímabil þegar Maggi.net bað mig um að skrifa léttan pistil. Alla helgina var ég að tyggja á tímabilnu, kosti þess og galla og komst ég fljótlega að því að nóg var af hvoru.

Þegar spárnar fóru að birtast rétt fyrir tímabil kom í ljós að flestir voru ekkert allt of bjartsýnir fyrir okkar hönd, pepsi mörkin gengu svo langt að dæma okkur niður. Jói Guðmunds var duglegur að róa mannskapinn enda þekktur fyrir að taka ekki mark á spám né láta þær æsa sig upp.

Mótið byrjaði svo af rosalegum krafti og að hraðmóti loknu vorum við í mjög fínni stöðu. Allar kaffistofur keflavíkur voru stútfullar af stuðningsmönnum að dásama liðið og þar var mikið hlegið af þessum blessuðu spámönnum sem aldrei ætluðu að læra.

Miðvikudaginn 3 júlí töpuðum við svo gegn sigurlausum ÍBV mönnum og þá gerðist það, ísöldin mikla byrjaði. Í tæplega 3 mánuði hvorki gekk né rak hjá okkur í deildinni. Eftir á að hyggja má kenna nokkrum hlutum um þessa Ísöld. Fyrir það fyrsta tókst undirrituðum engan veginn að forðast hvorki gulu né rauðu kortin, Herði Sveinssyni tókst ekki að taka jafnléglega vítaspyrnu á Þórsvelli og hann hafði gert fyrr um sumarið á keflavíkurvelli, Magnús Þórir kynnist indælum umboðsmanni en meiddist þó fljótlega í nára af undarlegum ástæðum og var að basla með hann til enda tímabilsins. Sundlaug Keflavíkur þurfti að loka vegna mikilla framkvæmda og þá duttu ellismellir liðsins fljótlega í meiðsli ,þar sem engir pottar voru til staðar til að mýkja stífa kálfa eða tær.Svo héldum við oft að leikirnir væru bara í 80 mínútur. Allir þessir þættir ásamt lélegri spilamennsku áttu þátt í þessari blessuðu ísöld sem þó sannarlega kætti pepsí piltana mikið. En við viljum þó minna Pepsi menn á að Keflavík var aldrei í fallsæti sumarið 2014.

Það má samt ekki gleyma því að þarna á milli fengum við að upplifa skemmtilegt bikarævintýri sem þó endaði ekki með “happy ending” en fer þó í reynslubankann fræga.

Það var kannski við hæfi að liðið sem sendi okkur í ísöldina miklu endaði hana líka og eftir góðan úti sigur gegn ÍBV í næst síðustu umferð var sætið tryggt og aftur komin sól í sunny kef.

Viðburðarríkt sumar sem endaði vel. Jákvæðasta af þessu öllu er þó að fyrirliði okkar keflavíkinga Haraldur Freyr er mikill veðuráhugamaður og tjáði hann mér um daginn að það líða alltaf mörg ár á milli ísalda sem þessum og því engin hætta á annari næstu sumur.

Keflavík out.

Sjá einnig:
Brekkan - Fjölnir
Vonbrigði - ÍBV
Fall er fararheill - Fram
Skítarákir upp eftir allri dollunni - Þór
Athugasemdir
banner
banner