Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
sunnudagur 22. desember
Championship
West Brom - Bristol City - 15:00
Úrvalsdeildin
Everton - Chelsea - 14:00
Fulham - Southampton - 14:00
Leicester - Wolves - 14:00
Man Utd - Bournemouth - 14:00
Tottenham - Liverpool - 16:30
Bundesligan
Wolfsburg - Dortmund - 16:30
Bochum - Heidenheim - 14:30
WORLD: International Friendlies
Northern Mariana Islands 0 - 2 Guam
Serie A
Atalanta - Empoli - 17:00
Monza - Juventus - 19:45
Roma - Parma - 11:30
Venezia - Cagliari - 14:00
La Liga
Betis - Vallecano - 20:00
Real Madrid - Sevilla - 15:15
Leganes - Villarreal - 17:30
Valencia - Alaves - 13:00
Las Palmas - Espanyol - 17:30
banner
þri 11.okt 2022 08:35 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Stolt, fórnanir og ólýsanleg tilfinning - „Notuðu vonbrigði sunnudagseftirmiðdagsins í Kaplakrika sem bensín""

„Líðanin er mjög góð. Nei, það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni. Hún er bara mjög öflug og góð þessi tilfinning þegar þú kemst yfir línuna og verður Íslandsmeistari," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í gærkvöldi.

Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2022. Þrjár umferðir eru eftir af mótinu og með tapi Víkings gegn Stjörnunni er ljóst að ekkert lið getur náð Breiðabliki að stigum.

Maður upplifði það sterkt hversu mikla þýðingu það hefur, bæði fyrir leikmannahópinn og þá sem eru búnir að vinna að þessu
Maður upplifði það sterkt hversu mikla þýðingu það hefur, bæði fyrir leikmannahópinn og þá sem eru búnir að vinna að þessu
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óskar, eiginkona hans Laufey og sonur þeirra Orri Steinn - 'Það eina sem var leiðinlegt að maður var ekki með famelíuna með sér, ekki konuna og ekki börnin'
Óskar, eiginkona hans Laufey og sonur þeirra Orri Steinn - 'Það eina sem var leiðinlegt að maður var ekki með famelíuna með sér, ekki konuna og ekki börnin'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinnan sem allir eru búnir að leggja á sig í þessi ár sem við erum búnir að vera í félaginu
Vinnan sem allir eru búnir að leggja á sig í þessi ár sem við erum búnir að vera í félaginu
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var bara að verða ennþá betri og að reyna hækka rána
Það var bara að verða ennþá betri og að reyna hækka rána
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Notuðu það held ég oft þegar vikurnar voru erfiðar og þungar þegar mikið var æft
Notuðu það held ég oft þegar vikurnar voru erfiðar og þungar þegar mikið var æft
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Við hefðum verið að plata sjálfa okkur ef við hefðum þóst ætla að fara á eftir öðru eða þriðja sætinu
Við hefðum verið að plata sjálfa okkur ef við hefðum þóst ætla að fara á eftir öðru eða þriðja sætinu
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru allir um borð í sama bátnum og að róa í sömu átt
Það voru allir um borð í sama bátnum og að róa í sömu átt
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frábær leikmaður, frábær liðsmaður og draumur að hafa
Frábær leikmaður, frábær liðsmaður og draumur að hafa
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Fyrst og síðast verðum við að halda í kjarnann í liðinu
Fyrst og síðast verðum við að halda í kjarnann í liðinu
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísak var ekki að ljúga neinu
Ísak var ekki að ljúga neinu
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vonandi kemur lið í vetur sem er gott, hentar honum, er tilbúið að spila upp á hans styrkleika og leyfa honum að blómstra
Vonandi kemur lið í vetur sem er gott, hentar honum, er tilbúið að spila upp á hans styrkleika og leyfa honum að blómstra
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við getum auðvitað alltaf orðið betri í öllu sem við gerum
Við getum auðvitað alltaf orðið betri í öllu sem við gerum
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hluti af því hversu vel hefur gengið er hversu sterk liðsheildin er
Hluti af því hversu vel hefur gengið er hversu sterk liðsheildin er
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Menn sitja í klefanum, líta til hægri og líta til vinstri og þar eru menn sem eru tilbúnir að þjást með þér og jafnvel deyja fyrir þig inni á vellinum
Menn sitja í klefanum, líta til hægri og líta til vinstri og þar eru menn sem eru tilbúnir að þjást með þér og jafnvel deyja fyrir þig inni á vellinum
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmannahópurinn og þjálfarateymið var mætt á Kópavogsvöll í gærkvöld til að fylgjast með leik Stjörnunnar og Víkings. Þegar flautað var til leiksloka í Garðabæ var Íslandsmeistaratitlinum vel fagnað.

Upplifði sterkt hversu mikla þýðingu titillinn hefur
Var alltaf planið að hittast allir saman í kvöld þegar ljóst varð að möguleiki væri á því að þið yrðuð meistarar í kvöld?

„Nei, það bara einhvern veginn gerðist. Það var matur, svo byrjuðu menn að horfa á leikinn og ílengdust þarna. Það var bara gott, gott augnablik. Ég geri ráð fyrir að menn hefðu verið fljótir að hóa sig saman hvort sem er þegar þeir sáu hvernig leikurinn fór."

„Það var frábærlega skemmtilegt að taka þátt í fagnaðarlátunum. Maður upplifði það sterkt hversu mikla þýðingu það hefur, bæði fyrir leikmannahópinn og þá sem eru búnir að vinna að þessu. Það eina sem var leiðinlegt að maður var ekki með famelíuna með sér, ekki konuna og ekki börnin. En sem betur fer er stutt þangað maður getur fagnað með þeim."

„Já, það er það fyrsta - símtal í konuna. Hún á auðvitað risastóran þátt í þessu."

„Ég held að styrkur liðsins felist í því að hafa ekki látið þessi vonbrigði skilgreina sig, hafa ekki látið þau draga sig niður heldur notað þau til að bæta sig"
Dugnaður og stuðningur lykillinn
Hver finnst þér vera lykillinn að þessum titli?

„Ég held það sé bara vinnan sem allir eru búnir að leggja á sig í þessi ár sem við erum búnir að vera í félaginu. Menn eru búnir að leggja mikla vinnu á sig síðan ég kom, fórna miklum tíma í þetta og það sama með mig. Ég er með konu sem gefur mér tækifæri til að vinna mikið og styður þétt við bakið á mér."

„Svo eru það allir þeir sem standa að leikmönnunum. Þau eru búin að horfa upp á menn sem eru búnir að fórna miklum tíma, jólafríum og páskafríum til að æfa og bæta sig. Það held ég sé lykillinn: dugnaður og stuðningur úr nærumhverfi leikmanna og starfsliðs."


Vildu hækka rána og verða ennþá betri
Eftir tímabilið 2021, var eitthvað augljóst fyrir þér sem vantaði upp á og þú vildir breyta fyrir þetta tímabil?

„Nei, ekki þannig. Það var bara einhvern veginn þannig að verða betri, í öllu. Bæta okkur sem lið á öllum sviðum leiksins, sem liðsheild. Við vildum verða sterkari í mótbyr og eflast bæði sem fótboltalið og einstaklingar. Það var í raun alltaf markmiðið og hefur verið stefið í gegnum þetta; ekki verða saddur og halda áfram að reyna bæta sig."

„Síðasta tímabil var að mörgu leyti mjög gott, skoruðum mikið af mörkum, fengum lítið af mörkum á okkur, unnum marga leiki, gekk ágætlega í Evrópukeppninni, spiluðum ágætan fótbolta, pressan okkar var fín og sóknarleikurinn gekk sæmilega smurt. Það var bara að verða ennþá betri og að reyna hækka rána."


Nýttu sér vonbrigðin frá því í fyrra
Breiðablik var alls ekki langt frá Íslandsmeistaratitlinum í fyrra. Tvær vítaspyrnur sem fóru forgörðum í næstsíðustu umferð mótsins komu Víkingum í bílstjórasætið.

Náðu Blikar að nýta sér vonbrigðin á Kaplakrikavelli í fyrra fyrir þetta tímabil?

„Já, mér fannst þegar menn komu til baka eftir mánaðarhlé í fyrra, þá notuðu menn vonbrigði þessa sunnudagseftirmiðdags í september í Kaplakrika sem bensín, sem orku og notuðu það held ég oft þegar vikurnar voru erfiðar og þungar þegar mikið var æft. Þá vissu menn alveg fyrir hvað þeir voru að æfa og af hverju þeir voru að leggja svona mikið á sig."

„Ég held að styrkur liðsins felist í því að hafa ekki látið þessi vonbrigði skilgreina sig, hafa ekki látið þau draga sig niður heldur notað þau til að bæta sig."


Lá í hlutarins eðli að fara á eftir fyrsta sætinu
Undirritaður upplifði síðasta vetur á þann veg að Blikar ætluðu sér ekki að vera of yfirlýsingaglaðir varðandi það að ætla sér titilinn, þó að ein og ein ummæli hefðu verið látin falla.

„Við höfum kannski einhvern veginn ekki verið mjög sýnilegir, ekki verið kannski mikið í umræðunni þannig lagað - ekki mikið í viðtölum. En það var alltaf alveg ljóst, án þess að það þyrfti endilega að tala um það, að þegar þú ert í öðru sæti á þann hátt sem við erum í fyrra, þá var rosalega lítið í stöðunni annað en að fara á eftir fyrsta sætinu. Það lá í hlutarins eðli, þurfti svo sem ekkert að segja það. Við hefðum verið að plata sjálfa okkur ef við hefðum þóst ætla að fara á eftir öðru eða þriðja sætinu. Það var drifkraftur í vetur."

Allir um borð í sama bátnum að róa í sömu átt
Voru einstaka leikmenn sem þú þurftir að selja verkefnið að klára titilinn á Íslandi áður en þeir tækju það skref að fara erlendis?

„Ef þú ert að tala um Ísak (Snæ Þorvaldsson) þá þurfti ekki að selja honum eitt né neitt." Ísak var orðaður við erlend félög í sumar og á dögunum samdi hann svo við norska félagið Rosenborg og spilar þar á næsta tímabili.

„Hann var fókuseraður og einbeittur í allt sumar. Hann var mjög þolinmóður og alls ekki að flýta sér. Það þurfti ekki að selja neinum neitt, það voru allir um borð í sama bátnum og að róa í sömu átt. Hópurinn er mjög samstilltur, góður og traustur. Hluti af því hversu vel hefur gengið er hversu sterk liðsheildin er. Menn sitja í klefanum, líta til hægri og líta til vinstri og þar eru menn sem eru tilbúnir að þjást með þér og jafnvel deyja fyrir þig inni á vellinum."

„Þá myndum við elska að sjá á eftir honum út"
En hvað með Jason Daða Svanþórsson sem stóð til boða að fara til Noregs fyrir mót?

„Auðvitað tölum við saman og förum yfir hlutina. Jason sá það fljótt að þeir möguleikar sem honum stóðu til boða akkúrat þá voru ekki það spennandi að það væri þess virði að hoppa á þá - held ég. Ég ætla ekki að vera einhver málpípa fyrir hann en það var mín upplifun að það þyrfti kannski eitthvað meira en honum stóð til boða til að hann myndi hreyfa sig. Vonandi kemur lið í vetur sem er gott, hentar honum, er tilbúið að spila upp á hans styrkleika og leyfa honum að blómstra. Þá myndum við elska að sjá á eftir honum út."

Leikmaður sem draumur er að hafa
Undirritaður ætlaði sér ekki að spyrja Óskar of mikið út í einstaka leikmenn í þessu viðtali en það er einn leikmaður sem spilar alla leiki hjá Breiðabliki og nánast alltaf allar níutíu mínúturnar. Það er fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson. Hversu mikilvægur er hann í þínu liði?

„Hann er auðvitað gríðarlega mikilvægur. Hann hefur vaxið mikið sem leiðtogi á þessum þremur árum sem við höfum verið saman. Hann hefur verið fyrirliði allan tímann, vaxið gríðarlega sem rödd í hópnum og er frábær leikmaður, frábær liðsmaður og draumur að hafa."

„Hann setur 'standarda' á æfingum og hugsar rosalega vel um sig. Hann er ekkert endilega maðurinn sem heyrist hæst í en hann er svo sannarlega maður sem setur gott fordæmi og er rosalega mikilvægur fyrir kúlturinn okkar, æfingakúltúrinn og líka lífskúltúrinn - hvernig einstaklingar eru í þessum hóp og hvernig við viljum haga okkur, bæði utan vallar sem innan. Í því er hann gríðarlega mikilvægur."


Þurfa að halda í kjarnann og viðhalda hungrinu
Hvað geturu gert til að taka eitt skref áfram með Breiðablik? Hvernig getur liðið orðið ennþá betra?

„Við getum auðvitað alltaf orðið betri í öllu sem við gerum. Við getum æft ennþá betur, komið okkur í ennþá betra form, menn geta hugsað betur um sig og við getum orðið ennþá betri í því að stjórna álagi, losna við meiðsli og gera mönnum kleift að æfa meira á meira álagi til að verða betri."

„Fyrst og síðast verðum við að halda í kjarnann í liðinu - sem ég held að muni takast - því hann er á góðum aldri. Síðan þurfum við að viðhalda hungrinu. Það er rosalega mikilvægt. Menn geta upplifað sig sem Íslandsmeistarar í dag en í raun og veru á morgun þarf að byrja nýtt mót. Á laugardaginn byrjar þriggja leikja mót á laugardaginn og menn þurfa að vera klárir að taka þátt í því."


Hafði áhyggjur eftir 22 leiki
Tímabilið er búið að vera langt, tæplega ár er síðan undirbúningstímabilið hófst. Óttaðist Óskar á einhverjum tímapunkti að leikmönnum myndi byrja að finnast þetta eitthvað leiðinlegt eða langdregið?

„Ég neita því ekki að ég hafði pínu áhyggjur þegar 22 leikirnir voru búnir og það kom landsleikjapása. Þá hafði ég ákveðnar áhyggjur af því að liðið gæti dottið niður og menn myndu einhvern veginn leggjast í dvala - að slokknað hefði á fótboltaklukkunni því menn væru yfirleitt farnir í frí á þessum tíma."

„En það reyndist ekki vera, menn voru feykilega einbeittir í þessu landsleikjahléi. Ég hafði áhyggjur á einhverjum tímapunkti en þær áhyggjur reyndust sem betur fer ekki vera eitthvað sem ég þurfti að hafa."


Ísak var ekki að ljúga neinu
Áðan komum við inn á yfirlýsingar fyrir mót. Það voru ein ummæli sem komu snemma vetrar þegar Ísak gekk í raðir Breiðabliks. Fyrirsögnin á viðtali við hann var svohljóðandi: Óskar talar ekki um annað en að verða Íslands- og bikarmeistari. Fóru þessi ummæli í taugarnar á Óskari?

„Nei nei, þetta var kannski ekki í þeim anda sem við höfum talað en hann var svo sem ekki að ljúga neinu. Það fer eftir því hvernig menn vilja skilja þessu ummæli. Það er hægt að lesa þetta og halda að ég hafi labbað um allan daginn og ekki talað um neitt annað en að við ætluðum að verða Íslands- og bikarmeistarar."

„Eða þá að ég segði ekki annað en að við ætluðum að verða Íslandsmeistarar og að við ætluðum að verða bikarmeistarar. Ég held að hann hafi verið að meina að ég hefði aldrei talað um að við ætluðum okkur að komast í bikarúrslitaleikinn og verða í 2. sæti."

„Markmiðið var að vinna það sem í boði var, án þess að það þurfti að básúna það eitthvað. Það fór ekkert í taugarnar á mér, Ísak var ekki að ljúga neinu. Það var bara ágætt að hann sagði þetta."


Stoltur af því að stýra þessu liði
Finnuru það á sjálfum þér að þú ert stoltur af þessu afreki?

„Já, ég er stoltur af því að stýra þessu liði, stýra þessum drengjum og stoltur af árangrinum sem þeir hafa náð. Ég er stoltur af því hversu mikið allir eru búnir að bæta sig. Það er tilgangurinn með þessu öllu saman, að menn bæti sig ár frá ári. Ég er stoltur af því."

„Svo vaknar maður á morgun og þá tekur við nýtt mót. Síðustu þrír leikirnir í þessu móti hafa í raun enga þýðingu fyrir þetta mót. Íslandsmeistaratitilinn er kominn. Á morgun vöknum við upp og förum í nýtt mót."


Ekki í boði að slaka á í lokaleikjunum
Ertu með einhverjar kröfur á strákana í síðustu leikjunum?

„Við eigum að mæta í þetta þriggja leikja mót og vinna það. Við erum að spila á móti KR, Val og Víkingi, þremur öflugum liðum. Liðin hafa auðvitað ekki lengur að neinu sérstöku að keppa þannig lagað, nema stoltinu og innspýtingu inn í veturinn. Við getum ekki leyft okkur að slaka á, það er ekkert í boði."

„Þetta er þriggja leikja mót sem byrjar á laugardaginn. Við ætlum okkar að byrja það mót vel. Við mætum KR liði sem er öflugt og við þurfum eins og alltaf að vera í okkar besta formi til að fá eitthvað út úr leiknum,"
sagði Óskar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner