Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. nóvember 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag hefur „100 prósent áhuga" á Man Utd
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Erik ten Hag er einn af þeim sem hefur verið hvað mest orðaður við stjórastarfið hjá Manchester United.

Ole Gunnar Solskjær var rekinn frá United á sunnudag eftir dapran árangur að undanförnu.

Ten Hag þykir spennandi kostur í starfið. Þessi 51 árs gamli stjóri hefur stýrt Ajax frá 2017 og náð eftirtektarverðum árangri. Undir hans stjórn hefur Ajax unnið hollensku úrvalsdeildina tvisvar og hollenska bikarinn tvisvar, ásamt því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2018/19 tímabilið.

Ten Hag hefur verið orðaður Man Utd síðustu vikur. Samkvæmt Dharmesh Sheth, fjölmiðlamanni Sky Sports, þá hefur Ten Hag 100 prósent áhuga á því að taka við Man Utd næsta sumar en ólíklegt er að hann fari á miðju tímabili.

Það eru miklar líkur á því að Man Utd ráði þjálfara út tímabilið og svo taki einhver annar við - mögulega Ten Hag.

Sjá einnig:
Hver er Erik Ten Hag, stjóri Ajax?


Athugasemdir
banner
banner