Björgvin Stefán er Leiknismaður í húð og hár en lék þó með ÍR sumrin 2018 og 2019. Hann á að baki 166 leiki í deild og bikar með Leikni og hefur í þeim skorað 26 mörk.
Björgvin lék einungis tíu leiki síðasta sumar þegar Leiknir féll úr Lengjudeildinni á markatölu. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Björgvin lék einungis tíu leiki síðasta sumar þegar Leiknir féll úr Lengjudeildinni á markatölu. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Björgvin Stefán Pétursson
Gælunafn: Bjö er orðið nokkuð fast við mig
Aldur: 29 á árinu
Hjúskaparstaða: Giftur
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Það herrans ár 2007, kom inná í stöðunni 9-0 gegn Snerti frá Kópaskeri.
Uppáhalds drykkur: Ég er farinn að hlakka til fyrsta kaffibolla dagsins um kvöldmatarleytið kvöldið áður.
Uppáhalds matsölustaður: Sumarlína
Hvernig bíl áttu: Skoda Octavia 2016 – splittaður að aftan
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Office
Uppáhalds tónlistarmaður: Friðrik D’or
Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football og minn Hjammi í Hæhæ.
Fyndnasti Íslendingurinn: Ég er með soft spot fyrir öllu sem Steindi gerir.
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Bara það sama og maðurinn fyrir framan mig
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „Þú ert að djóka” - Wife
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KFF
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Margir góðir en mér er mjög minnistætt þegar 38 ára Kristján Örn pakkaði mér saman.
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Binni Skúla (muna Binni, spila mér allar mínútur allaf).
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Reynir Haraldsson í Höllinni.
Sætasti sigurinn: HK 2-7 Leiknir í lokaleik 2016, orð eru óþörf.
Mestu vonbrigðin: Að hafa fallið með ÍR í lokaleik gegn Magna.
Uppáhalds lið í enska: Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Unnar Ara Hansson úr Þrótti Vogum.
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Áslaug Munda Austfirðingur og Bliki
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Óskar Jónsson og Arek Jan Grzelak deila þessum
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Ég er giftur og horfi því ekki á aðrar konur
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Nenni ekki í það týpíska, hef hvorki fyrr né síðar elskað knattspyrnumann eins og ég elskaði Wayne Rooney.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Hinn reynslumikli Hilmar Freyr Bjartþórsson
Uppáhalds staður á Íslandi: Vaktherbergið í Bræðslunni í Loðnuvinnslu Fáskrúðsfjarðar
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fyrsta sem mér datt í hug gerðist reyndar eftir heimaleik gegn HK í Inkasso deildinni, leikurinn fór 0-0. Eftir leik voru menn að gæða sér á veitingum sem félagið bauð uppá. Varamarkvörður okkar í þessum leik var Fannar Bjarki Pétursson (bróðir minn) og hann var með kannski 1-2 jólakíló enn á sér. Hann er þarna að gæða sér á þessu hágæða skinkusalati á brauð. Þá hreytir þjálfari HK í drenginn, mjög ósáttur eftir úrslit dagsins, hvort að hann hafi nú unnið sér inn fyrir þessu og horfir á hann miðjan. Fannar gerði eins og allir góðir menn gera, þurrkaði bara skinkusalatið úr munnvikinu og hélt áfram með lífið. Þetta var hins vegar síðasta leikur umrædds þjálfara með HK, svo það er spurning hvort að skinkusalatið hafi spilað mögulega úrslitaþátt í þeirri ákvörðun.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Alltaf vera eins leiðinlegur og mögulegt er hverju sinni.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég er alæta á íþróttir, ég er t.d. einn sá fyrsti sem byrjaði að fylgjast með Dominos deildinni.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Þeim sem Hilmar (Freyr Bjarþórsson) er hættur að nota, það eru yfirleitt Vapor.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég þurfti á sérkennslu að halda í sundi, átti óeðlilega erfitt með að kreppa í beygja, kreppa, sundur, saman.
Vandræðalegasta augnablik: Mér þótti það ansi vandræðalegt þegar að miðinn var hengdur upp í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar um það hverjir ættu að mæta í sérkennslu í sundi, á miðanum voru tvö nöfn. En Almar Daði Jónsson bað mig um að nefna sig ekki á nafn svo ég sleppi því.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki með mér hinn ráðagóða Unnar Ara Hansson, Siggi Bond myndi fylgja með til þess að halda uppi góðum anda og Reynir Haralds myndi svo koma líka og á einhvern ótrúlegan hátt ná að tuða okkur frá eyjunni.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er giftur og á tvö börn en samt get ég ekki hagað mér inn á fótboltavelli.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Alexander Kostic verður að fá þetta, hélt að hann væri algjör fáviti. Geggjaður náungi.
Hverju laugstu síðast:„Ókei góða nótt. Ég tek bara einn leik og svo kem ég inn”
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlusta á tuðið í ungu mönnunum í liðinu.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi heyra í Sir Alex og spyrja, hvernig fórstu eiginlega að þessu?
Hilmar Freyr Bjartþórsson
Athugasemdir