Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 23. febrúar 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Stórleikir laugardag og sunnudag
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í enska boltanum um helgina þar sem fjörið byrjar þó ekki fyrr en á morgun, laugardag.

Manchester United tekur á móti Fulham á sama tíma og Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley heimsækja Crystal Palace í fallbaráttuslag.

Evrópubaráttulið Aston Villa og Brighton eiga þá heimaleiki við fallbaráttulið Nottingham Forest og Everton, áður en Englandsmeistarar Manchester City mæta til leiks.

Man City heimsækir Bournemouth klukkan 17:30 en stórleikur laugardagsins fer fram annað kvöld, þegar Arsenal tekur á móti Newcastle.

Arsenal þarf sigur í titilbaráttunni á meðan Newcastle þarf sigur í Evrópubaráttunni og því má búast við spennandi slag á Emirates leikvanginum.

Wolves taka á móti Sheffield United í eina úrvalsdeildarleik sunnudagsins, en stórleikur helgarinnar er þó á dagskrá klukkan 15:00.

Þar eru það Chelsea og Liverpool sem eigast við í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley. Chelsea og Liverpool eru að mætast í úrslitaleiknum í annað sinn á þremur leiktíðum, en Liverpool vann eftir vítaspyrnukeppni árið 2022.

West Ham og Brentford eigast að lokum við í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið. Svo eru leikir í FA bikarnum í miðri viku.

Laugardagur:
15:00 Crystal Palace - Burnley
15:00 Aston Villa - Nott. Forest
15:00 Brighton - Everton
15:00 Man Utd - Fulham
17:30 Bournemouth - Man City
20:00 Arsenal - Newcastle

Sunnudagur:
13:30 Wolves - Sheffield Utd

Úrslitaleikur deildabikarsins
15:00 Chelsea - Liverpool

Mánudagur:
20:00 West Ham - Brentford
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner