Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 23. febrúar 2025 15:40
Elvar Geir Magnússon
Frammistaða þriggja leikmanna Man Utd hafi verið aumkunarverð
Alan Shearer var mikill markaskorari á árum áður.
Alan Shearer var mikill markaskorari á árum áður.
Mynd: EPA
Höjlund er einn þeirra sem fékk harða gagnrýni.
Höjlund er einn þeirra sem fékk harða gagnrýni.
Mynd: EPA
Manchester United náði að bjarga einu stigi úr leik sínum gegn Everton í gær en aparkspekingurinn Alan Shearer lét þrjá leikmenn United heyra það í Match of the Day þættinum vinsæla.

Manchester United hefur átt skelfilegt tímabil og er í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið sýndi mjög slæma frammistöðu í fyrri hálfleiknum í sinni síðustu heimsókn á Goodison Park og lenti 2-0 undir.

Með mörkum Bruno Fernandes og Manuel Ugarte náði United einu stigi, 2-2 enduðu leikar.

Shearer gagnrýndi Bruno Fernandes, Rasmus Höjlund og Diogo Dalot fyrir spilamennsku sína í fyrri hálfleiknum og sagði að varnarvinna þeirra hafi verið hreint aumkunarverð.

„Horfið á Man United, sjáið þetta. Þetta er aumkunarvert. Það eru leikmenn sem eru bara röltandi. Sjáið plássið sem Everton fær til að spila. Menn eru svo langt frá mönnum," sagði Shearer.

„Menn eru ekki að leggja á sig vanrarvinnu og þá verður þetta svo auðvelt. Í 72 mínútur var Manchester United liðið alveg vonlaust."

Rúben Amorim, stjóri Manchester United, segir að sitt lið hafi ekki mætt til leiks í fyrri hálfleik.

„Þegar maður spilar leik án þess að mæta í fyrri hálfleikinn og er 2-0 undir í leikhléi, þá er gott að ná í stig. Við þurftum samt þrjú stig í dag, við þurftum sigur," sagði Amorim við fréttamenn TNT Sports.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner