Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. maí 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ekitike þarf að velja á milli Dortmund og Newcastle
Mynd: Getty Images

Sóknarmaðurinn Hugo Ekitike er gríðarlega eftirsóttur eftir gott tímabil með Reims í Frakklandi og verður seldur í sumar.


Ekitike, sem verður tvítugur í júní, er sóknarmaður að upplagi en getur einnig leikið á vinstri kanti.

Ekitike er franskur og gerði 10 mörk í 23 leikjum með Reims á tímabilinu, auk þess að spila tvo leiki fyrir U20 landslið Frakka.

Fabrizio Romano segir að Ekitike geti valið á milli þess að ganga í raðir Borussia Dortmund eða Newcastle í sumar. Hjá Dortmund yrði hann varaskeifa fyrir Karim Adeyemi alveg eins og hinn bráðefnilegi Youssoufa Moukoko.

Manchester United hefur einnig verið orðað við Ekitike en er ekki með í kapphlaupinu samkvæmt Romano. Ekitike kostar á bilinu 15 til 20 milljónir evra.


Athugasemdir
banner
banner
banner