Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. maí 2022 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Hertha bjargaði sér með sigri á útivelli
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Hamburger 0 - 2 Hertha Berlin (1-2 samanlagt)
0-1 Dedryck Boyata ('4)
0-2 Marvin Plattenhardt ('63)


Hertha Berlin tókst að bjarga sér frá falli úr efstu deild þýska boltans en útlitið fyrir úrslitaleikinn í kvöld var alls ekki gott.

Hertha endaði í þriðja neðsta sæti á deildartímabilinu og þurfti því að spila umspilsleik við þriðja besta liðið úr B-deildinni uppá sæti í efstu deild.

Þar tók Hertha á móti Hamburger og byrjaði einvígið á að tapa heimaleiknum 0-1.

Í kvöld var svo komið að útileiknum og tók Hertha forystuna snemma leiks þegar Dedryck Boyata skallaði hornspyrnu í netið.

Gestirnir frá Berlín voru betri í leiknum og tvöfölduðu forystuna með marki frá Marvin Plattenhardt í síðari hálfleik.

Meira var ekki skorað og tókst Hertha, sem eyddi rúmlega 100 milljónum evra í leikmannakaup fyrir þremur árum, að bjarga sér frá vandræðalegu falli.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner