Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. maí 2023 22:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Holland: Íslendingaliðin með sigur í fyrsta leik umspilsins
Elías Már var ekki í leikmannahópnum í dag
Elías Már var ekki í leikmannahópnum í dag
Mynd: NAC Breda

Íslendingaliðin NAC Breda og Venlo eru í góðri stöðu eftir fyrri leikinn í fyrstu umferð í umspili um sæti í efstu deild.


Elías Már Ómarsson var ekki í leikmannahópi NAC Breda sem vann 1-0 sigur á Maastricht í dag. Kristóer Ingi Kristinsson sat allan tímann á bekknum þegar Venlo vann 3-2 sigur á Willem II.

Seinni leikirnir fara fram á laugardaginn.

Sigurvegarinn í viðureign Breda og Maastricht mætir Emmen sem hafnaði í þriðja neðsta sæti í efstu deild en sigurvegarinn í viðureign Venlo mætir Almere City eða Eindhoven FC í undanúrslitum. Eindhoven er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn.

Sigurvegarinn í úrslitaleiknum vinnur sér sæti í efstu deild.


Athugasemdir
banner
banner
banner