Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 23. júní 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
Transfólk í Þýskalandi velur hvort það spili með karla- eða kvennaliðum
Mynd: Getty Images
Þýska fótboltasambandið fer aðra leið en þeir sem hafa bannað transkonur frá keppni í kvennaflokki en sambandið hefur samþykkt að leyfa transfólki, tvíkynja eða kynsegin einstaklingum að ákveða það sjálft hvort það keppi í karla- eða kvennaflokki.

Sabine Mammitzsch, sem hefur umsjón með kvennafótboltanum hjá þýska sambandinu, segir að þörf hafi verið á skýrum reglum innan sambandsins.

Alþjóða sundsambandið bannaði á dögunum transkonum að taka þátt í keppnum og það gerði alþjóðlega ruðningssambandið einnig.

„Með reglugerð um réttinn til að spila leikinn þá erum við að búa til forsendur fyrir leikmenn af mismunandi kyni til að taka þátt," segir Thomas Hitzlsperger, jafnréttisráðgjafi þýska sambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner